Ríkisstjórnin situr nú á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem aðgerðirnar eru meðal umræðuefna. Svandís mun gefa kost á viðtölum að loknum fundi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, er í Tjarnargötu og stefnir Vísir á að miðla viðtölum hennar við ráðherra í beinni útsendingu til lesenda.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er á fundinum og mun samkvæmt upplýsingum fréttastofu veita viðbrögð við nýföllnum dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Jafnframt mun fréttastofa óska viðbragða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á málunum tveimur.
Uppfært: Upptöku frá viðtölunum við ráðherra má sjá að neðan.