„Það gekk ótrúlega vel að vinna þetta lag. Það voru allir svo jákvæðir og til í að gera þetta og sammála um að þetta væri eitthvað sem fólk þyrfti á að halda núna. Ekki mikið drama heldur bara birta og smá kómík. Ég átti hugmyndina og var komin með beinagrind að laginu og fór í stúdíó til Bjarka Ómars og við tókum þetta þaðan og kláruðum að semja lagið. Svo þurftum við að fá alla söngvarana inn í stúdíó eitt í einu og passa að það yrðu aldrei margir á sama tíma upp á smithættu. Þetta var smá púsluspil en ótrúlega skemmtilegt verkefni,“ sagði Greta Salóme um lagið í samtali við Vísi í gær.
Hægt er sjá myndbandið við Jól eins og áður í spilaranum hér fyrir neðan. Myndbandinu leikstýrði Jimmy Salinas.
Jól eins og áður á að vera sambland af upplífgandi jólaboðskap og komedíu sem landinn þarf á að halda á þessum tímum. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan bregður fyrir Indriða úr Fóstbræðrum og DJ Muscleboy sendir 2020 einnig stutta kveðju. Laginu er dreift af tónlistarfyrirtækinu SONY.