Gæti misst af öllum prófum eftir smit korter í prófatörn Sylvía Hall skrifar 28. nóvember 2020 21:00 Ísabella Lena er á öðru ári í sálfræði í Háskóla Íslands. Önnin gæti verið í uppnámi eftir að hún greindist með kórónuveiruna í dag. Vísir/Vilhelm Sálfræðinemi við Háskóla Íslands gæti mögulega misst af bæði lokaprófum og sjúkraprófum eftir að hún greindist með kórónuveirusmit í dag, fari svo að hún mælist enn með veiruna eftir tvær vikur. Jafnvel þó hún gæti mætt í sjúkrapróf er alls óvíst að undirbúningurinn verði fullnægjandi þar sem einkennin gera lesturinn erfiðari en ella. Umrædd próf eru öll staðpróf. Ísabella Lena hafði verið í sóttkví undanfarna daga eftir að hafa verið í kringum smitaðan einstakling. Þrátt fyrir að hafa takmarkað samneyti sitt við heimilisfólk og lítinn hóp lærdómsfélaga, kom upp smit í fjölskyldu hjá skólasystur hennar sem þær höfðu umgengist í skrifstofuhúsnæði Kringlunnar. Fljótlega kom í ljós að fleiri hefðu smitast og segir Ísabella greininguna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég vissi alveg að ég væri smituð. Ég er búin að vera með hausverk og önnur einkenni svo ég var ekki að búast við neinu öðru. Þetta hefði samt ekki getað komið á verri tíma því eina sem maður er búinn að vera að hugsa um eru prófin,“ segir Ísabella í samtali við Vísi. Vegna gruns um að hún væri smituð hafði Ísabella reynt að leita svara hjá kennurum varðandi prófin, þar sem hún var einungis á leið í staðpróf. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu óljós svörin voru og greinilegt að skólayfirvöld voru ekki búin að huga að þessum möguleika. Fimm stelpur en engin úrræði „Ég get eiginlega ekkert lært almennilega út af þessu. Síðustu daga er ég búin að vera með mjög mikinn þrýsting í höfðinu og eiginlega þurft að vera með sólgleraugu í allan dag,“ segir Ísabella, sem er ekki bjartsýn að lærdómur skili miklu næstu vikur þó hún gæti farið í sjúkrapróf. Ísabella er ekki ein í þessari stöðu, en hún veit um að minnsta kosti fjórar aðrar stelpur á sínu ári sem hafa einnig nýlega greinst með veiruna. Þær séu þó mun veikari en hún eins og er. Eins og staðan er núna mun Ísabella að minnsta kosti missa af tveimur prófum. „Ef ég fæ neikvætt eftir tvær vikur get ég farið í eitt próf og tvö sjúkrapróf. Ég mun missa allavega af tveimur prófum núna,“ segir Ísabella. „Ef ég mælist enn með veiruna eftir tvær vikur missi ég af sjúkraprófunum og þá er bara eitt sjúkrapróf sem ég get tekið í janúar. Sjúkrapróf fyrir fyrri vikuna er í desember og fyrir þá seinni eru þau í janúar.“ Fari allt á versta veg mun hún ekki geta tekið lokapróf í tveimur áföngum fyrr enn á haustönn á næsta ári. Hún segir það hræðilega tilhugsun í ljósi þess að hún sé tilbúin að taka prófin en eins og staðan er núna sé ekki víst að komið verði til móts við þær. „Kennarinn er ekki búinn að gefa neitt út. Ég er búin að hringja og spyrja út í þetta og þau vita ekkert hvað þau ætla að gera, þau eru ekki með neitt tilbúið fyrir okkur. Við erum fimm stelpur á öðru ári í sálfræðinni og við erum allar í einangrun næstu tvær vikur.“ Öll próf Ísabellu eru staðpróf. Fyrirkomulagið hefur verið gagnrýnt af stúdentum, sem telja skjóta skökku við að hópa nemendum saman fyrir próftöku. Háskóli Íslands hefur fullyrt að ítrustu sóttvarna verði gætt.Vísir/Vilhelm „Ég vil fara í þessi próf“ Faraldurinn hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarnar vikur og segir Ísabella líklegt að fleiri séu í sömu stöðu og hún. Lokaprófatímabilið sé langt og ekki útilokað að fólk, sem þarf að fara í staðpróf, greinist með veiruna á næstunni ef smit kemur upp í nærumhverfi þeirra. Hún segir engan ætla sér að smitast af veirunni, en það sé ljóst að það getur komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Það sé ótrúlegt að Háskóli Íslands hafi ekki hugsað út í þessa stöðu, enda vilji nemendur taka próf sem þeir hafa búið sig undir alla önnina. „Við erum allar tilbúnar að fara í próf. Við erum búnar að vera að læra og þó við séum búnar að vera veikar erum viðbúnar að lesa og tala saman og reyna að undirbúa okkur, fyrir utan í dag og í gær þegar fyrstu greindust,“ segir Ísabella, sem hefur reynt að stinga upp á úrræðum að fyrra bragði. „Ég vil fara í þessi próf. Það er próf næsta föstudag og vikuna eftir og ég er tilbúin að fara í þau. Þau eru ekki að bjóða upp á neitt. Ég er búin að spyrja margoft hvort ég geti tekið þau heima, sett upp myndavél eða eitthvað svo ég geti tekið prófin en það virðist ekki vera möguleiki.“ Hún segir svörin hingað til einungis vera á þann veg að hún eigi að vona það besta. „Kennarinn sagði að ég tæki bara sjúkraprófin og ég yrði hress þá. Ég er með Covid, það er alveg sjokk út af fyrir sig og ég eiginlega trúi ekki að ég sé með þetta.“ Stúdentaráð hefur kallað eftir varaplani Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs, segir þetta dæmi lýsandi fyrir þá stöðu sem fulltrúar stúdenta óttuðust. Þau hafi kallað eftir varaáætlun síðan í sumar en ekkert hafi orðið úr því. „Það sem skólinn vill meina er að hann geti bara tryggt gæði námsins með þessu móti, en það sem við höfum verið að benda á er að það er miklu meiri umgangur á þessum tíma í skólanum því það eru fjölmörg staðpróf. Svo er ekkert annað úrræði sem grípur stúdenta þá sem lenda í sóttkví eða einangrun fyrir próf eða á milli prófa,“ segir Isabel í samtali við Vísi. „Við erum búin að benda á það síðan í sumar að það þurfi einhverja varaáætlun. Við höfum ekki getað verið viss um að eitthvað slæmt muni gerast, en við getum ekki verið viss um að eitthvað slæmt muni ekki gerast. Það kallar á þetta plan B, en það hefur ekki verið og við furðum okkur hvað mest á því.“ Hún segir stöðuna ófyrirsjáanlega og því sé ótækt að nám stúdenta sé í uppnámi ef smit kemur upp. „Við erum búin að ganga í gegnum þetta í vor en núna eru fleiri í skólanum og mörg samkeppnispróf. Ég vil meina að svolítil bjartsýni hafi ráðið för, það hafi í rauninni verið að stefna á að ástandið yrði betra núna.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bandsjóðandi reið út í rektor sem geri lítið úr stúdentum „Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“ 13. nóvember 2020 16:18 Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ísabella Lena hafði verið í sóttkví undanfarna daga eftir að hafa verið í kringum smitaðan einstakling. Þrátt fyrir að hafa takmarkað samneyti sitt við heimilisfólk og lítinn hóp lærdómsfélaga, kom upp smit í fjölskyldu hjá skólasystur hennar sem þær höfðu umgengist í skrifstofuhúsnæði Kringlunnar. Fljótlega kom í ljós að fleiri hefðu smitast og segir Ísabella greininguna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég vissi alveg að ég væri smituð. Ég er búin að vera með hausverk og önnur einkenni svo ég var ekki að búast við neinu öðru. Þetta hefði samt ekki getað komið á verri tíma því eina sem maður er búinn að vera að hugsa um eru prófin,“ segir Ísabella í samtali við Vísi. Vegna gruns um að hún væri smituð hafði Ísabella reynt að leita svara hjá kennurum varðandi prófin, þar sem hún var einungis á leið í staðpróf. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu óljós svörin voru og greinilegt að skólayfirvöld voru ekki búin að huga að þessum möguleika. Fimm stelpur en engin úrræði „Ég get eiginlega ekkert lært almennilega út af þessu. Síðustu daga er ég búin að vera með mjög mikinn þrýsting í höfðinu og eiginlega þurft að vera með sólgleraugu í allan dag,“ segir Ísabella, sem er ekki bjartsýn að lærdómur skili miklu næstu vikur þó hún gæti farið í sjúkrapróf. Ísabella er ekki ein í þessari stöðu, en hún veit um að minnsta kosti fjórar aðrar stelpur á sínu ári sem hafa einnig nýlega greinst með veiruna. Þær séu þó mun veikari en hún eins og er. Eins og staðan er núna mun Ísabella að minnsta kosti missa af tveimur prófum. „Ef ég fæ neikvætt eftir tvær vikur get ég farið í eitt próf og tvö sjúkrapróf. Ég mun missa allavega af tveimur prófum núna,“ segir Ísabella. „Ef ég mælist enn með veiruna eftir tvær vikur missi ég af sjúkraprófunum og þá er bara eitt sjúkrapróf sem ég get tekið í janúar. Sjúkrapróf fyrir fyrri vikuna er í desember og fyrir þá seinni eru þau í janúar.“ Fari allt á versta veg mun hún ekki geta tekið lokapróf í tveimur áföngum fyrr enn á haustönn á næsta ári. Hún segir það hræðilega tilhugsun í ljósi þess að hún sé tilbúin að taka prófin en eins og staðan er núna sé ekki víst að komið verði til móts við þær. „Kennarinn er ekki búinn að gefa neitt út. Ég er búin að hringja og spyrja út í þetta og þau vita ekkert hvað þau ætla að gera, þau eru ekki með neitt tilbúið fyrir okkur. Við erum fimm stelpur á öðru ári í sálfræðinni og við erum allar í einangrun næstu tvær vikur.“ Öll próf Ísabellu eru staðpróf. Fyrirkomulagið hefur verið gagnrýnt af stúdentum, sem telja skjóta skökku við að hópa nemendum saman fyrir próftöku. Háskóli Íslands hefur fullyrt að ítrustu sóttvarna verði gætt.Vísir/Vilhelm „Ég vil fara í þessi próf“ Faraldurinn hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarnar vikur og segir Ísabella líklegt að fleiri séu í sömu stöðu og hún. Lokaprófatímabilið sé langt og ekki útilokað að fólk, sem þarf að fara í staðpróf, greinist með veiruna á næstunni ef smit kemur upp í nærumhverfi þeirra. Hún segir engan ætla sér að smitast af veirunni, en það sé ljóst að það getur komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Það sé ótrúlegt að Háskóli Íslands hafi ekki hugsað út í þessa stöðu, enda vilji nemendur taka próf sem þeir hafa búið sig undir alla önnina. „Við erum allar tilbúnar að fara í próf. Við erum búnar að vera að læra og þó við séum búnar að vera veikar erum viðbúnar að lesa og tala saman og reyna að undirbúa okkur, fyrir utan í dag og í gær þegar fyrstu greindust,“ segir Ísabella, sem hefur reynt að stinga upp á úrræðum að fyrra bragði. „Ég vil fara í þessi próf. Það er próf næsta föstudag og vikuna eftir og ég er tilbúin að fara í þau. Þau eru ekki að bjóða upp á neitt. Ég er búin að spyrja margoft hvort ég geti tekið þau heima, sett upp myndavél eða eitthvað svo ég geti tekið prófin en það virðist ekki vera möguleiki.“ Hún segir svörin hingað til einungis vera á þann veg að hún eigi að vona það besta. „Kennarinn sagði að ég tæki bara sjúkraprófin og ég yrði hress þá. Ég er með Covid, það er alveg sjokk út af fyrir sig og ég eiginlega trúi ekki að ég sé með þetta.“ Stúdentaráð hefur kallað eftir varaplani Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs, segir þetta dæmi lýsandi fyrir þá stöðu sem fulltrúar stúdenta óttuðust. Þau hafi kallað eftir varaáætlun síðan í sumar en ekkert hafi orðið úr því. „Það sem skólinn vill meina er að hann geti bara tryggt gæði námsins með þessu móti, en það sem við höfum verið að benda á er að það er miklu meiri umgangur á þessum tíma í skólanum því það eru fjölmörg staðpróf. Svo er ekkert annað úrræði sem grípur stúdenta þá sem lenda í sóttkví eða einangrun fyrir próf eða á milli prófa,“ segir Isabel í samtali við Vísi. „Við erum búin að benda á það síðan í sumar að það þurfi einhverja varaáætlun. Við höfum ekki getað verið viss um að eitthvað slæmt muni gerast, en við getum ekki verið viss um að eitthvað slæmt muni ekki gerast. Það kallar á þetta plan B, en það hefur ekki verið og við furðum okkur hvað mest á því.“ Hún segir stöðuna ófyrirsjáanlega og því sé ótækt að nám stúdenta sé í uppnámi ef smit kemur upp. „Við erum búin að ganga í gegnum þetta í vor en núna eru fleiri í skólanum og mörg samkeppnispróf. Ég vil meina að svolítil bjartsýni hafi ráðið för, það hafi í rauninni verið að stefna á að ástandið yrði betra núna.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bandsjóðandi reið út í rektor sem geri lítið úr stúdentum „Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“ 13. nóvember 2020 16:18 Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bandsjóðandi reið út í rektor sem geri lítið úr stúdentum „Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“ 13. nóvember 2020 16:18
Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33