Kvenfélagskonur nýttu nóttina í að baka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 12:19 Kvenfélagskonur úr uppsveitum Árnessýslu, sem komu saman í vottuðu eldhúsi Skálholts í gærkvöldi og bökuðu þar um eitt þúsund kleinur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenfélagskvenna stendur nú fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús. Baksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til klukkan 18.:00 í dag. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is Bláskógabyggð Matur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is
Bláskógabyggð Matur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira