Fimm ára heimasæta á Hurðarbaki veit allt um rúning Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2020 19:51 Lilja Reynisdóttir, fimm ára heimasæta á Hurðarbaki, sem veit allt um það hvernig rúningur fer fram. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rúningur stendur nú yfir víða hjá sauðfjárbændum landsins. Bóndinn á bænum Hurðarbaki í Flóa er um eina mínútu að rýja hverja kind. Sauðfjárbændur landsins hafa í nógu að snúast þessa dagana því margir þeirra nota þennan árstíma til að rýgja kindurnar sínar. Fimm ára heimasæta á bænum Hurðarbaki í Flóa veita nákvæmlega hvað gerist þegar rúningur fer fram. Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir eru bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi og eiga þau fimm börn. Það er nóg að gera í fjárhúsinu við rúning en heimasætan á bænum, sem heitir Lilja og er fimm ára er með það algjörlega á hreinu hvað er gert þá. „Maður tekur vél og tekur eina kind og setur svo á ullina og þá fer ullin af og þá verður bara eitthvað bak og magi eftir. Svo getum við kannski prjónað peysu, teppi eða eitthvað úr ullinni,“ segir Lilja. Í fjárhúsinu eru um 170 ær sem Reynir og Unnsteinn, elsti sonurinn á bænum sjá um að rýja. Nokkrar kindur, sem nýbúið er að rýja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta tekur aðeins á bakið og lappirnar ef maður kann þetta ekki getur þetta verið aðeins erfitt,“ segir Unnsteinn. Reynir er alvanur rúningsmaður en hann er ekki nema rúmlega mínútu að rýja hverja kind. „Þetta er ekkert flókið ef maður kann þetta, þetta er bara æfing, bara að klippa nógu mikið þá verður þetta allt mjög einfalt, það er bara svoleiðis. Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, sem er ekki nema rétt rúmlega eina mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ærnar eru ótrúlega þægar hjá Reyni þegar hann klippir þær. „Já, þá erum við aftur að tala um það að kunna þetta eða að ná tökum á þessu, þá verða þær þægar, það er bara svoleiðis en að sjálfsögðu eru þær misjafnar.“ Reynir Þór, ásamt börnum fimm á bænum, sem hann á með Fanneyju Ólafsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sauðfjárbændur landsins hafa í nógu að snúast þessa dagana því margir þeirra nota þennan árstíma til að rýgja kindurnar sínar. Fimm ára heimasæta á bænum Hurðarbaki í Flóa veita nákvæmlega hvað gerist þegar rúningur fer fram. Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir eru bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi og eiga þau fimm börn. Það er nóg að gera í fjárhúsinu við rúning en heimasætan á bænum, sem heitir Lilja og er fimm ára er með það algjörlega á hreinu hvað er gert þá. „Maður tekur vél og tekur eina kind og setur svo á ullina og þá fer ullin af og þá verður bara eitthvað bak og magi eftir. Svo getum við kannski prjónað peysu, teppi eða eitthvað úr ullinni,“ segir Lilja. Í fjárhúsinu eru um 170 ær sem Reynir og Unnsteinn, elsti sonurinn á bænum sjá um að rýja. Nokkrar kindur, sem nýbúið er að rýja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta tekur aðeins á bakið og lappirnar ef maður kann þetta ekki getur þetta verið aðeins erfitt,“ segir Unnsteinn. Reynir er alvanur rúningsmaður en hann er ekki nema rúmlega mínútu að rýja hverja kind. „Þetta er ekkert flókið ef maður kann þetta, þetta er bara æfing, bara að klippa nógu mikið þá verður þetta allt mjög einfalt, það er bara svoleiðis. Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, sem er ekki nema rétt rúmlega eina mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ærnar eru ótrúlega þægar hjá Reyni þegar hann klippir þær. „Já, þá erum við aftur að tala um það að kunna þetta eða að ná tökum á þessu, þá verða þær þægar, það er bara svoleiðis en að sjálfsögðu eru þær misjafnar.“ Reynir Þór, ásamt börnum fimm á bænum, sem hann á með Fanneyju Ólafsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira