Lífið

Funheitt dagatal Slökkviliðsins komið út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagatalið kemur alltaf út fyrir jólin.
Dagatalið kemur alltaf út fyrir jólin.

Dagatal Slökkviliðsins er komið út en í því má sjá tólf myndir af föngulegum slökkviliðsmönnum og konum.

Dagatalið er gefið út til að fjármagna ferðalög slökkviliðsmanna- og kvenna á Heimsleika lögreglu- og slökkviliðsmanna (World Police and Fire Games, WPFG) sem haldnir eru á tveggja ára fresti og verður næst haldið 2022.

Allar fyrirsætur dagatalsins eru starfandi hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins við slökkvilið og sjúkraflutninga. Hluti ágóðans við söluna rennur til valinna góðgerðarmála. Sérstök áhersla hefur verið á málefni tengd börnum og eldri borgurum.

Hér að neðan má sjá mynd af forsíðu dagatalsins sem er heldur betur funheitt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.