Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 TF-GRO situr föst í flugskýli Landhelgisgæslunnar og er óstarfhæf þar sem reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt vegna verkfalls flugvirkja. Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. „Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira