Biður fólk að íhuga hvort það þurfi að eltast við 10% afslátt á gallabuxum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 12:31 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn virðist ekki líklegur til að nýta sér afslátt í verslunum á morgun. Hann minnir á netverslun sem komi í veg fyrir að fólk komi saman. Almannavarnir Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til að meta hvort nauðsynlegt sé að flykkjast í verslunarmiðstöðvar á Svörtum föstudegi og kaupa sér gallabuxur á 10% prósenta afslætti. Sóttvarnalæknir deilir áhyggjum af samþjöppun fólks í stórum verslunum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira