Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 06:45 Frá samningafundi í deilu flugvirkja Gæslunnar og ríkisins fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Eins og kunnugt er eru þeir flugvirkjar Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum í verkfalli sem hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta kosti fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í dómsmálaráðuneytinu sé tilbúið frumvarp um lög á verkfallið. Er vísað í heimildir blaðsins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sagt að það sé til skoðunar að setja lög á verkfallið. Slík lagasetning var þó ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í vikunni en eftir þann fund sagði ráðherra í samtali við fréttastofu að hún efaðist um verkfallsrétt flugvirkja Gæslunnar. Í Morgunblaðinu í dag er einnig vísað í heimildir varðandi það að óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um hvort leggja eigi fram frumvarp sem setji lög á verkfallið. Er fullyrt að ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst sig andsnúna frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir í samtali við blaðið að hún hafi ekkert frumvarp séð. Hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomulagi“. Fundað var í deilunni síðdegis í gær en án árangurs. Rætt var við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Hann vildi lítið gefa upp um gang viðræðna við samningaborðið en sagði allt kapp lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn. Landhelgisgæslan Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. Eins og kunnugt er eru þeir flugvirkjar Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum í verkfalli sem hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta kosti fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í dómsmálaráðuneytinu sé tilbúið frumvarp um lög á verkfallið. Er vísað í heimildir blaðsins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sagt að það sé til skoðunar að setja lög á verkfallið. Slík lagasetning var þó ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í vikunni en eftir þann fund sagði ráðherra í samtali við fréttastofu að hún efaðist um verkfallsrétt flugvirkja Gæslunnar. Í Morgunblaðinu í dag er einnig vísað í heimildir varðandi það að óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um hvort leggja eigi fram frumvarp sem setji lög á verkfallið. Er fullyrt að ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst sig andsnúna frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir í samtali við blaðið að hún hafi ekkert frumvarp séð. Hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomulagi“. Fundað var í deilunni síðdegis í gær en án árangurs. Rætt var við Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Hann vildi lítið gefa upp um gang viðræðna við samningaborðið en sagði allt kapp lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn.
Landhelgisgæslan Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira