Lognið á undan storminum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 13:33 Himininn logaði gulur, bleikur og appelsínugulur í morgun. Myndin er tekin í Hlíðahverfi yfir Kringluna. Í fjarska sést gufa frá Hellisheiðarvirkjun og Bláfjöll. Vísir/Egill Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill Veður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill
Veður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira