Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:31 Seðlabankinn býr yfir miklum gjaldeyrisforða sem fjármálaráðherra segir ekki hafa verið nýttan af ráði í covid-kreppunni. Grafík/Hjalti Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26
Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00