Dæmdur fyrir líkamsárás, húsbrot og hótanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 19:09 Dómur yfir manninum féll í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar. Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar.
Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira