Lagt til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður í 30 km/klst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 18:41 Andrés Ingi Jónsson, hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“ Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“
Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira