Vísa ásökunum um gluggagægjur á bug Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:23 Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Vísir/Aðsend Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra. Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra.
Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira