Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 12:01 Þessi mynd er tekin í Smáralind í jólaösinni í fyrra. Enginn er með grímu og engar biðraðir fyrir utan verslanir sem er eitthvað sem mun vafalítið einkenna jólaverslunina í ár. Vísir/Vilhelm Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Dagsetning sem hann nefndi er í samræmi við þær reglur sem áfram munu gilda á landamærunum eftir að núverandi fyrirkomulag rennur út þann 1. desember. Fólk sem hingað kemur til lands mun áfram þurfa að velja á milli þess að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkví. Sú breyting verður á 1. desember að skimunin er gerð gjaldfrjáls og frá 10. desember verða vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild. Slík vottorð veita undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Víðir sagði á fundinum í dag að mjög mikilvægt væri að þeir sem ætli sér að koma hingað yfir jólin átti sig á fyrrnefndum tímaramma til að vera ekki í sóttkví um jól. Aðspurður hvaða ráðstafanir gripið hefði verið til í ljósi þess að fleiri munu komu til landsins í aðdraganda jóla en hafa komið undanfarnar vikur sagði Víðir yfirvöld ágætlega undirbúin og tilbúin að taka á móti fjölda fólks. Það væri til dæmis búið að skoða spár um fjölda farþegar í desember og þær sýndu að farþegafjöldinn myndi aukast þegar nær dregur jólum. Þá væru enn til staðar þrjú tilbúin sóttvarnahús í Reykjavík líkt og verið hefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Íslendingar erlendis Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Dagsetning sem hann nefndi er í samræmi við þær reglur sem áfram munu gilda á landamærunum eftir að núverandi fyrirkomulag rennur út þann 1. desember. Fólk sem hingað kemur til lands mun áfram þurfa að velja á milli þess að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkví. Sú breyting verður á 1. desember að skimunin er gerð gjaldfrjáls og frá 10. desember verða vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild. Slík vottorð veita undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Víðir sagði á fundinum í dag að mjög mikilvægt væri að þeir sem ætli sér að koma hingað yfir jólin átti sig á fyrrnefndum tímaramma til að vera ekki í sóttkví um jól. Aðspurður hvaða ráðstafanir gripið hefði verið til í ljósi þess að fleiri munu komu til landsins í aðdraganda jóla en hafa komið undanfarnar vikur sagði Víðir yfirvöld ágætlega undirbúin og tilbúin að taka á móti fjölda fólks. Það væri til dæmis búið að skoða spár um fjölda farþegar í desember og þær sýndu að farþegafjöldinn myndi aukast þegar nær dregur jólum. Þá væru enn til staðar þrjú tilbúin sóttvarnahús í Reykjavík líkt og verið hefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Íslendingar erlendis Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent