Innlent

Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá desemberviðbót

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Umsækjendur um alþjóðlegt hæli hér á landi fá desemberviðbót við fastar framfærslugreiðslur.
Umsækjendur um alþjóðlegt hæli hér á landi fá desemberviðbót við fastar framfærslugreiðslur. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að umsækjendur um alþjóðlega vernd muni fá viðbót við fastar framfærslugreiðslur í desember. Fullorðnir munu fá tíu þúsund krónur aukalega og börn fimm þúsund krónur. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Nú fá einstaklingar átta þúsund krónur í fæðispeninga á viku, hjón eða sambúðarfólk fá þrettán þúsund krónur og börn fimm þúsund krónur á viku. Greiðslurnar nema þó aldrei meira en 28 þúsund krónum fyrir hverja fjölskyldu.

Þessu til viðbótar eiga umsækjendur rétt á vikulegum greiðslum eftir fjögurra vikna dvöl hér á landi sem nema 2700 krónum fyrir fullorðinn og 1000 krónum fyrir bar.

Hingað til hafa ekki verið til staðar reglur um viðbótargreiðslu í desember en ákvörðun um slíkt verið tekin hverju sinni. Gert er ráð fyrir að greiðslan komi af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar og má gera ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 4,5 milljónir miðað við fjölda umsækjenda þann 13. nóvember.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×