Hvolpar ekki bara til að létta lund í samkomubanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 21:01 Alls tíu hvolpar komu í gotinu og eru nú allir búnir að fá gott heimili en eigandinn var að drukkna í fyrirspurnum. vísir/arnar Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili. Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili.
Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Sjá meira