Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósent tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Fjallað verður um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fengin viðbrögð frá formanni Öryrkjabandalagsins og forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu.

Þá verður rætt við foreldra og nýnema í framhaldsskólum sem vilja komast í skólann sem fyrst. Rætt verður við borgarstjóra um rafbílavæðingu en ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu áru eru nýorkubílar. Einnig hittum við tíu labrador-hvolpa sem bræða alla sem þá sjá en ræktandinn varar við hvatvísi þegar kemur að ákvörðuninni að fá sér hund.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×