Lífið

Aldrei meiri dramatík í Kviss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrefna og Ari kepptu við Sóla og Sólrúnu.
Hrefna og Ari kepptu við Sóla og Sólrúnu.

KR og Þróttur mættust í 8-liða úrslitum Kviss síðasta laugardag. Keppnin var geysispennandi og var ótrúleg dramatík undir lokin.

Í liði KR eru Ari Eldjárn og Hrefna Sætran en í liði Þróttar eru Sólrún Diego og Sóli Hólm.

KR hafði komist átta stigum yfir en Þróttur náði að vinna sig aftur inn í leikinn og fyrir lokaspurninguna var aðeins eins stigs munur á liðunum.

Það var því um hreina úrslitaspurningu að ræða og sæti í undanúrslitum í húfi. Spurt var um sælgæti og má sjá útkomuna í meðfylgjandi myndskeiði.

Um helgina mætast Afturelding og Valur í síðustu viðureigninni í 8-liða úrslitum.

Klippa: Aldrei meiri dramatík í Kviss


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.