RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 07:00 Frá Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Á myndinni má sjá flugvél Ómars Ragnarssonar sem var að störfum þar á sama tíma og Ragnar Axelsson. RAX „Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
„Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“