Lífið

MasterChef Juni­or stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
Ben Watkins var þátttakandi í MasterChef Junior árið 2018.
Ben Watkins var þátttakandi í MasterChef Junior árið 2018. MasterChef

Ben Watkins, einn af þátttakendum MasterChef Junior þáttanna, er látinn, fjórtán ára að aldri.

BBC segir frá því að Watkins hafi látist á mánudaginn af völdum sjaldgæfrar tegundar krabbameins. Hann greindist með meinið fyrir um einu og hálfu ári.

Watkins var þátttakandi í MasterChef Junior árið 2018 og minnist kokkurinn Gordon Ramsay, einn dómaranna í þáttanna, Watkins sem „einstaklega hæfileikaríkum heimakokki og enn sterkari ungum manni“. Hann varð einn vinsælasti keppandinn í þáttaröðinni 2018 og endaði í hópi átján efstu þátttakendanna.

Ben Watkins missti báða foreldra sína árið 2017 eftir að faðir hans myrti móður Watkins og svipti sig svo lífi. Eftir það var hann í umsjá ömmu sinnar og frænda.

Watkins ólst upp í úthverfi Chicago og kynntist matreiðslu á veitingastað föður síns. Seldi hann þar meðal annars eigin smákökur, kanelsnúða og bananabrauð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.