Fótbolti

Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén með Ara Frey Skúlasyni eftir leikinn.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén með Ara Frey Skúlasyni eftir leikinn. EPA-EFE/Michael Regan

Íslenska landsliðið tapaði 4-0 á móti enska landsliðinu á Wembley í kvöld og íslensku strákarnir hafa þar með lokið keppni í Þjóðadeildinni í ár.

Nóvemberglugginn var íslensku strákunum mjög erfiður en liðið missti af sæti á EM á grátlegan hátt á móti Ungverjum og töpuðu síðan tveimur síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni.

Það eru tímamót hjá íslenska landsliðinu eftir þessi verkefni enda ljóst að Erik Hamrén er hættur sem þjálfari liðsins.

Eftir leikinn mátti sjá miklar tilfinningar hjá strákunum og ekki síst hjá Ara Frey Skúlasyni sem sat lengi á vellinum eftir leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd frá því í lokin. Annað með Ara Frey og hitt með nýliðanum Ísaki Bergmann Jóhannessyni.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá því eftir leikinn.

Freyr Alexandersson faðmar Ara Frey Skúlason eftir leikinn.Getty/Michael Regan/
Getty/Carl Recine
Getty/Michael Regan
Getty/Michael Regan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×