Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 22:30 Erik Harmén sat fyrir svörum á Wembley í dag. stöð 2 sport Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. Hamrén sat fyrir svörum á Wembley og spjallaði þar við Henry Birgi Gunnarsson. Hann var fyrst spurður hvernig honum liði fyrir lokastundina sem verður á einum sögufrægasta velli heims, Wembley, annað kvöld. „Mér líður vel. Það eru miklar tilfinningar vitandi að ég er að hætta en ég hef notið þess að vinna með þessu teymi. Leikmennirnir eru frábærir einstaklingar og stundum eru tilfinningarnar miklar. Þetta er lífið og ég er þakklátur fyrir þessi tvö ár. Ég hef lært mikið,“ sagði Erik og hélt áfram: „Ég hef lært mikið um íslenskt fólk, leikmennina, KSÍ og allt það frábæra starfsfólk hjá sambandinu. Þetta hefur verið mjög áhugavert og ég mun alltaf vera með eitthvað í hjartanu í minningunni um Ísland. Það er klárt því þetta er frábært land með frábært fólk. Lífið heldur áfram hjá mér og öllum öðrum.“ Hann segir að hann hafi ekki tekið ákvörðunina í flýti eftir leikinn gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mistókst að tryggja sér sæti á EM. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við.“ „Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan,“ sagði Hamrén. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Erik Hamrén í viðtali Þjóðadeild UEFA KSÍ Íslandsvinir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. Hamrén sat fyrir svörum á Wembley og spjallaði þar við Henry Birgi Gunnarsson. Hann var fyrst spurður hvernig honum liði fyrir lokastundina sem verður á einum sögufrægasta velli heims, Wembley, annað kvöld. „Mér líður vel. Það eru miklar tilfinningar vitandi að ég er að hætta en ég hef notið þess að vinna með þessu teymi. Leikmennirnir eru frábærir einstaklingar og stundum eru tilfinningarnar miklar. Þetta er lífið og ég er þakklátur fyrir þessi tvö ár. Ég hef lært mikið,“ sagði Erik og hélt áfram: „Ég hef lært mikið um íslenskt fólk, leikmennina, KSÍ og allt það frábæra starfsfólk hjá sambandinu. Þetta hefur verið mjög áhugavert og ég mun alltaf vera með eitthvað í hjartanu í minningunni um Ísland. Það er klárt því þetta er frábært land með frábært fólk. Lífið heldur áfram hjá mér og öllum öðrum.“ Hann segir að hann hafi ekki tekið ákvörðunina í flýti eftir leikinn gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mistókst að tryggja sér sæti á EM. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við.“ „Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan,“ sagði Hamrén. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Erik Hamrén í viðtali
Þjóðadeild UEFA KSÍ Íslandsvinir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira