Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 18:56 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir þörfina fyrir mataraðstoð sjaldan hafa verið meiri. Fólk sé bæði sorgmætt og áhyggjufullt í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í átta hundruð heimili hafa sótt um matarúthlutun í nóvember. Ríflega tvö þúsund manns fá matarúthlutun frá Fjölskylduhjálp nú í nóvember en um er að ræða matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Sautján matarúthlutanir verða fram að jólum. „Þetta fer að nálgast átta hundruð fjölskyldur,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún bendir á að margir hafi þurft að horfa á eftir lífsviðurværi sínu undanfarna mánuði og því sé þörfin mikil. Jón Elíasson kertagerðarmeistari leggur mikinn metnað í kertagerðina. Um er að ræða svokölluð tólgarkerti. Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er fólk sem er bara ekki með neitt umfram í dag og á ekki fyrir mat,” segir hún. „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð.” Hún segir að hver fjölskylda fái fjóra poka sem innihalda meðal annars brauð, mjólk, ost, skyr, kjöt, fisk og margt fleira. Þá standa samtökin fyrir sölu á svokölluðum kærleikskertum, tólgarkertum sem unnin eru úr mör. Hvert kerti er handgert af Jóni Elíassyni en hann hefur staðið kertavaktina í sjö ár og gerir hátt í þrjú hundruð kerti á dag. „Ég nota bara mörinn. Ég hakka hann niður í hakkavél og bræði á eldavélinni, svo eru hamsarnir sigtaðir frá og þetta bara látið leka,” segir kertagerðarmeistarinn í samtali við fréttastofu. Hvert kerti kostar 650 krónur. Félagasamtök Hjálparstarf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir þörfina fyrir mataraðstoð sjaldan hafa verið meiri. Fólk sé bæði sorgmætt og áhyggjufullt í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í átta hundruð heimili hafa sótt um matarúthlutun í nóvember. Ríflega tvö þúsund manns fá matarúthlutun frá Fjölskylduhjálp nú í nóvember en um er að ræða matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Sautján matarúthlutanir verða fram að jólum. „Þetta fer að nálgast átta hundruð fjölskyldur,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún bendir á að margir hafi þurft að horfa á eftir lífsviðurværi sínu undanfarna mánuði og því sé þörfin mikil. Jón Elíasson kertagerðarmeistari leggur mikinn metnað í kertagerðina. Um er að ræða svokölluð tólgarkerti. Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er fólk sem er bara ekki með neitt umfram í dag og á ekki fyrir mat,” segir hún. „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð.” Hún segir að hver fjölskylda fái fjóra poka sem innihalda meðal annars brauð, mjólk, ost, skyr, kjöt, fisk og margt fleira. Þá standa samtökin fyrir sölu á svokölluðum kærleikskertum, tólgarkertum sem unnin eru úr mör. Hvert kerti er handgert af Jóni Elíassyni en hann hefur staðið kertavaktina í sjö ár og gerir hátt í þrjú hundruð kerti á dag. „Ég nota bara mörinn. Ég hakka hann niður í hakkavél og bræði á eldavélinni, svo eru hamsarnir sigtaðir frá og þetta bara látið leka,” segir kertagerðarmeistarinn í samtali við fréttastofu. Hvert kerti kostar 650 krónur.
Félagasamtök Hjálparstarf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Sjá meira