Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Fimmti hver innflytjandi á Íslandi er án atvinnu. Í kvöldfréttum ætlum við að tala við pólska konu sem notar tímann til að læra íslensku. Í fréttatímanum verður sagt ítarlega frá öllum þeim breytingum á samkomutakmörkunum sem verða á morgun, þegar ný reglugerð tekur gildi.

Við skoðum líka hvað verður um fiskútflutning til Bretlands þegar landið gengur úr Evrópusambandinu um áramótin og erum viðstödd úthlutun matvæla hjá Fjölskylduhjálpinni.

 Margir lýsa áhyggjum og sorg í aðdraganda jóla. Síðast en ekki síst þá fylgjumst við með vegagerðarmönnum sprengja og grafa myrkranna milli til að bæta vegasamgöngur fyrir vestan.

Þetta og margt fleira í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og að sjálfsögðu, á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×