„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 08:39 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira