„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Friðriksson eru flokkssystkin í Sjálfstæðisflokknum en eru á öndverðu meiði í afstöðu sinni til þungunarrofs. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira