Innlent

Léttir til en kólnar um miðja viku

Sylvía Hall skrifar
Snjókomu er spáð á laugardaginn næsta, en heldur kuldalegt verður þangað til.
Snjókomu er spáð á laugardaginn næsta, en heldur kuldalegt verður þangað til. Vísir/Vilhelm

Norðaustlægar áttir munu ríkja framan af vikunni með éljalofti á norðan- og austanveru landinu. Hiti verður almennt í kringum frostmark en það lægir og léttir til um miðja viku. Þá er búist við því að það kólni talsvert og þá má búast við hálku á morgnanna.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands þar sem segir jafnframt að búast megi við stöku éljum við suðvesturströndina í dag og á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðan og norðaustan 8-15 m/s og dálítil él á N- og A-landi, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig.

Á miðvikudag:

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en lítilsháttar él við A-ströndina fyrri part dags. Frost 2 til 9 stig.

Á fimmtudag:

Hægviðri og víða léttskýjað. Hiti breytist lítið. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp S- og V-lands um kvöldið.

Á föstudag:

Ákveðin suðaustanátt og rigning eða slydda S- og V-lands, en lengst af úrkomulítið fyrir norðan. Hlýnar í veðri.

Á laugardag:

Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu, slyddu eða rigningu víða um land.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.