Segir erfitt að mæla fordóma innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 19:53 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira