Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Borgarstjórinn í Reykjavík segist ætla að láta rannsaka starfsemi vistheimilisinis á Arnarholti vegna frásagna af illri meðferð vistfólks og jafnvel fleiri vistheimila sem borgin rak á árum áður. Forsætisráðherra fagnar þessu og býður fram aðstoð stjórnvalda. Rætt er við þau í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við rýnum í þá forgangsröðun sem stjórnvöld eru að undirbúa vegna bólusetningar þjóðarinnar við kórónuveirunni þegar þar að kemur. Þá heyrum við í formanni Samfylkingarinnar sem óttast að kóvidkreppan verði nýtt til að selja ríkiseignir eins Keflavíkurflugvöll en Viðskiptaráð tekur undir ráðleggingar OECD um sölu flugvallarins. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.