Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira