Gunnar lofaði flúri Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 11:30 Gunnar og Ásgeir Trausti þegar þeir unnu saman að laginu. Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan. Tónlist Húðflúr Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan.
Tónlist Húðflúr Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira