Innlent

Fimm andlát um helgina og það sjötta yfirvofandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Lögreglan

Fimm sjúklingar létust á Landspítalanum um helgina vegna Covid-19, líkt og greint hefur verið frá, en það sjötta er yfirvofandi að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans.

Páll var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins.

Hann byrjaði á að fara yfir stöðuna á spítalanum þar sem 68 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna Covid-19. Þrír þeirra eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél.

„Því miður urðu fimm andlát um helgina og það sjötta er yfirvofandi. Í öllum tilvikum er um að ræða aldraða einstaklinga og þeir tengjast hópsmitinu á Landakoti,“ sagði Páll og bætti við að hugur starfsfólks spítalans væri hjá aðstandendum hinna látnu.

Alls hafa þrettán manns látist vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Tíu andlát tengjast hópsýkingunni sem upp kom á Landakoti í október.

Tíu létust í fyrstu bylgju faraldursins og því hafa alls 23 látist vegna Covid-19 hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×