Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 17:45 Joe Biden má alveg brosa í dag. AP/Matt Slocum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. Ef marka má viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum virðast tíðindin hafa lagst vel í landsmenn. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarin klukkutíma eða svo. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti yfir mikilli gleði í tísti eftir að tíðindin bárust. Dagur var í verslunarleiðangri en vildi greinilega ekki missa af neinu, verandi með útsendingu CNN í eyrunum. Er út í búð. Með @CNN í eyrunum. ÞETTA ER KOMIÐ!!!! @JoeBiden VANN! "Trump presidency is comming to an end." Og ég fæ gæsahúð hjá mjólkurhillunni! Þvílíkur léttir!!! Magnað!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 7, 2020 Felix Bergsson bendir á að Biden verður fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem styður hjónaband samkynja para þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Joe Biden mun vera fyrsti forseti USA sem styður hjónaband samkynhneigðra þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Hann var lengi mjög andsnúinn en sá ljósið og sést hér gefa saman starfsmenn Hvíta hússins sem varaforseti. Svo lærir sem lifir #gayrights #humanrights #potus pic.twitter.com/S9DOvctHf5— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 7, 2020 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu er með puttana á púlsinum. Gettu hver eru búin að breyta bio á Twitter pic.twitter.com/sEMSadvx61— Ingunn Eitthvað 🍥 (@IngaLalu) November 7, 2020 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, leiðréttir fráfarandi forseta. Neibb (staðfest) https://t.co/7pj52wZMpx— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 7, 2020 Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á svið jafnréttismála, er að undirbúa tárin fyrir kvöldið. Ég er búin að undirbúa börn og dýr á heimilinu fyrir grátkastið sem kemur þegar Kamala Harris tekur til máls.— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) November 7, 2020 Andri Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi aðstoðarmaður rektors HÍ segir að það sé eitthvað ljóðrænt við að Donald Trump hafi verið í golfi þegar tíðindin bárust. Og Trump í golfi þegar Fox, CNN og fleiri kalla þetta. Nánast ljóðrænt.— Andri Ólafsson (@andriolafsson) November 7, 2020 Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, sem búsett er í Bandaríkjunum, virðist afskaplega ánægð með tíðindin. Þetta er búið! 🙏🏻❤️😭🇺🇸 pic.twitter.com/Y8XujxSFsD— Birna Anna (@birnaanna) November 7, 2020 Leikkonan Unnur Eggertsdóttir, sem lengi hefur dvalið í Bandaríkjunum, segir það sem eflaust er mörgum af þeim sem eru orðnir þreyttir á Donald Trump efst í huga. Hahahahhahahhahagggahahahahaha fokkaðu þér https://t.co/JI3tQbg6Rr— Unnur Eggerts (@UnnurEggerts) November 7, 2020 Þarna vísar Bragi Valdimar í The Apprentice þætti Donald Trump þar sem þetta var aðalfrasinn hans Trump. Hugsið ykkur bara allar "YOU'RE FIRED" fyrirsagnirnar sem eru í prentun núna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) November 7, 2020 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro vísar í eitt af fjölmörgum myndböndum frá New York í Bandaríkjunum sem birst hafa á samfélagsmiðlum þar sem heyra má fólk fagna ákaft. Þetta er gæsahúð. Aldrei aftur Trump. https://t.co/tNoQ90MtGK— Logi Pedro (@logipedro101) November 7, 2020 Rithöfundurinn Bergur Ebbi grínast með aldur Joe Bidens. Til hamingju Joe Biden og Kamala Harris fyrir að hafa klárað operation koma kalkúninum úr húsinu! Þvílíkur léttir. P.s. hér er mynd af Joe Biden þegar talning atkvæða hófst. pic.twitter.com/ixm7pUU9BV— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 7, 2020 Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Grín og gaman Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. Ef marka má viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum virðast tíðindin hafa lagst vel í landsmenn. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarin klukkutíma eða svo. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti yfir mikilli gleði í tísti eftir að tíðindin bárust. Dagur var í verslunarleiðangri en vildi greinilega ekki missa af neinu, verandi með útsendingu CNN í eyrunum. Er út í búð. Með @CNN í eyrunum. ÞETTA ER KOMIÐ!!!! @JoeBiden VANN! "Trump presidency is comming to an end." Og ég fæ gæsahúð hjá mjólkurhillunni! Þvílíkur léttir!!! Magnað!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 7, 2020 Felix Bergsson bendir á að Biden verður fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem styður hjónaband samkynja para þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Joe Biden mun vera fyrsti forseti USA sem styður hjónaband samkynhneigðra þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Hann var lengi mjög andsnúinn en sá ljósið og sést hér gefa saman starfsmenn Hvíta hússins sem varaforseti. Svo lærir sem lifir #gayrights #humanrights #potus pic.twitter.com/S9DOvctHf5— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 7, 2020 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu er með puttana á púlsinum. Gettu hver eru búin að breyta bio á Twitter pic.twitter.com/sEMSadvx61— Ingunn Eitthvað 🍥 (@IngaLalu) November 7, 2020 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, leiðréttir fráfarandi forseta. Neibb (staðfest) https://t.co/7pj52wZMpx— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 7, 2020 Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á svið jafnréttismála, er að undirbúa tárin fyrir kvöldið. Ég er búin að undirbúa börn og dýr á heimilinu fyrir grátkastið sem kemur þegar Kamala Harris tekur til máls.— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) November 7, 2020 Andri Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi aðstoðarmaður rektors HÍ segir að það sé eitthvað ljóðrænt við að Donald Trump hafi verið í golfi þegar tíðindin bárust. Og Trump í golfi þegar Fox, CNN og fleiri kalla þetta. Nánast ljóðrænt.— Andri Ólafsson (@andriolafsson) November 7, 2020 Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, sem búsett er í Bandaríkjunum, virðist afskaplega ánægð með tíðindin. Þetta er búið! 🙏🏻❤️😭🇺🇸 pic.twitter.com/Y8XujxSFsD— Birna Anna (@birnaanna) November 7, 2020 Leikkonan Unnur Eggertsdóttir, sem lengi hefur dvalið í Bandaríkjunum, segir það sem eflaust er mörgum af þeim sem eru orðnir þreyttir á Donald Trump efst í huga. Hahahahhahahhahagggahahahahaha fokkaðu þér https://t.co/JI3tQbg6Rr— Unnur Eggerts (@UnnurEggerts) November 7, 2020 Þarna vísar Bragi Valdimar í The Apprentice þætti Donald Trump þar sem þetta var aðalfrasinn hans Trump. Hugsið ykkur bara allar "YOU'RE FIRED" fyrirsagnirnar sem eru í prentun núna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) November 7, 2020 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro vísar í eitt af fjölmörgum myndböndum frá New York í Bandaríkjunum sem birst hafa á samfélagsmiðlum þar sem heyra má fólk fagna ákaft. Þetta er gæsahúð. Aldrei aftur Trump. https://t.co/tNoQ90MtGK— Logi Pedro (@logipedro101) November 7, 2020 Rithöfundurinn Bergur Ebbi grínast með aldur Joe Bidens. Til hamingju Joe Biden og Kamala Harris fyrir að hafa klárað operation koma kalkúninum úr húsinu! Þvílíkur léttir. P.s. hér er mynd af Joe Biden þegar talning atkvæða hófst. pic.twitter.com/ixm7pUU9BV— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 7, 2020
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Grín og gaman Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira