Höfuðborgarbúar tryggi lausamuni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2020 15:08 Þessi krani féll í hvassviðrinu sem nú gengur yfir stóra hluta landsins. „Á flestum svæðum á landinu hefur verið hvasst nýlega þannig að það þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af lausamunum þar en á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki blásið svona síðan í september þannig að maður hefur alveg á tilfinningunni að þar þurfi að tryggja lausamuni fyrir veturinn.“ Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um varúðarráðstafanir vegna veðurs en suðvestan stormur gengur nú yfir landið og hefur verulega bætt í vind síðan í morgun. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar annars staðar. „Það er í raun búið að vera að hvessa núna síðan fyrir hádegi og það er orðið þokkalega hvasst hérna á vesturhluta landsins,“ segir Birgir um stöðu mála. „Og núna á næstu tveimur, þremur tímum hvessir líka á Norður- og Austurlandi og einhvern tímann um sexleytið ætti veðrið að ná hámarki vestanlands og gengur síðan smám saman niður í kvöld og nótt á öllu landinu.“ Birgir segir vindhraðann svipaðan á stóru svæði en líklegt að veðrið verði verst í vindstrengjum þar sem land liggur vel yfir sjávarmáli. Versnandi akstursskilyrði sunnan- og vestanvert á morgun Samkvæmt nýjustu spá Veðurstofunnar er von á vaxandi stuðvestanátt, 18 til 25 m/s og rigningu með köflum seinnipartinn en björtu víða á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður yfirleitt 7 til 13 stig. Í kvöld dregur úr vindi og kólnar. Þá spáir suðvestan 10 til 18 og éljum á morgun en léttskýjuðu norðaustan- og austalands. Hægari og úrkomuminna annað kvöld og hiti 0 til 5 stig. Samkvæmt athugasemdum veðurfræðings eru líkur á versnandi akstursskilyrðum á morgun. Veður Tengdar fréttir Varað við stormi á næstum öllu landinu á morgun Veðurstofa varar við suðvestan stormi á nær öllu landinu frá því síðdegis á morgun og fram eftir kvöldi. 4. nóvember 2020 22:12 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
„Á flestum svæðum á landinu hefur verið hvasst nýlega þannig að það þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af lausamunum þar en á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki blásið svona síðan í september þannig að maður hefur alveg á tilfinningunni að þar þurfi að tryggja lausamuni fyrir veturinn.“ Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um varúðarráðstafanir vegna veðurs en suðvestan stormur gengur nú yfir landið og hefur verulega bætt í vind síðan í morgun. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar annars staðar. „Það er í raun búið að vera að hvessa núna síðan fyrir hádegi og það er orðið þokkalega hvasst hérna á vesturhluta landsins,“ segir Birgir um stöðu mála. „Og núna á næstu tveimur, þremur tímum hvessir líka á Norður- og Austurlandi og einhvern tímann um sexleytið ætti veðrið að ná hámarki vestanlands og gengur síðan smám saman niður í kvöld og nótt á öllu landinu.“ Birgir segir vindhraðann svipaðan á stóru svæði en líklegt að veðrið verði verst í vindstrengjum þar sem land liggur vel yfir sjávarmáli. Versnandi akstursskilyrði sunnan- og vestanvert á morgun Samkvæmt nýjustu spá Veðurstofunnar er von á vaxandi stuðvestanátt, 18 til 25 m/s og rigningu með köflum seinnipartinn en björtu víða á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður yfirleitt 7 til 13 stig. Í kvöld dregur úr vindi og kólnar. Þá spáir suðvestan 10 til 18 og éljum á morgun en léttskýjuðu norðaustan- og austalands. Hægari og úrkomuminna annað kvöld og hiti 0 til 5 stig. Samkvæmt athugasemdum veðurfræðings eru líkur á versnandi akstursskilyrðum á morgun.
Veður Tengdar fréttir Varað við stormi á næstum öllu landinu á morgun Veðurstofa varar við suðvestan stormi á nær öllu landinu frá því síðdegis á morgun og fram eftir kvöldi. 4. nóvember 2020 22:12 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
Varað við stormi á næstum öllu landinu á morgun Veðurstofa varar við suðvestan stormi á nær öllu landinu frá því síðdegis á morgun og fram eftir kvöldi. 4. nóvember 2020 22:12