Um 5% þjóðarinnar gætu verið með mótefni eftir bylgjuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 12:37 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, kom fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun. vísir/Egill Aðalsteinsson Búast má við að allt að fimm prósent þjóðarinnar verði með mótefni gegn kórónuveirunni eftir þessa bylgju. Þetta sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Aðspurður sagði Már þjóðina ekki í mikið betri stöðu eftir þessa bylgju og þá fyrstu hvað hjarðónæmi varðar. „Ef bóluefni kemur, þá verður kannski það virkt og farið að hafa áhrif um mitt næsta ár eða seinni partinn á næsta ári. Ég held hins vegar að raunveruleikinn sé sá að eftir þessa bylgju verði kannski fimm prósent íslensku þjóðarinnar varin, og það er rúmlega áætlað,“ segir Már og bætir við að það þýði að 95% landsmanna verði enn óvarðir. „Þannig annað hvort þarf að hafa mjög harðar aðgerðir í samfélaginu til langs tíma eða að við sættum okkur við það að við verðum í þessari stöðu þar til lýðheilsufræðilegum markmiðum með bólusetningu eða öðru verður náð og veiran er hætt að hrella okkur. Það gæti tekið eitt ár, tvö ár, eða lengur.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagðist á fundinum vona að eftir um tvær vikur yrði staðan orðin þannig að hægt verði að fara slaka á aðgerðum. Nú þurfi einnig að hugsa til lengri tíma. „Um það hvernig við ætlum að haga okkar lífi næstu mánuðina, og þegar og ef bóluefni kemur." Þórólfur segir ekki öruggt að bóluefni reynist nothæft.Vísir/Vilhelm Gæti komið upp að ekkert bóluefni sé nothæft „Sú staða gæti komið upp það væri væri hreinlega ekkert nothæft bóluefni þegar uppi er staðið, og þá þurfum við að hugsa hvernig við ætlum að haga okkar lífi áfram,“ sagði Þórólfur. „Annað hvort ætlum við að hafa mjög íþyngjandi aðgeðrir í gangi, eins og Nýja-Sjáland og fleiri lönd þar sem við þolum ekki að hafa neitt einasta tilfelli í gangi í samfélaginu. Í öðru lagi, á hinum endanum, að opna og hafa eins lítið íþyngjandi aðgeðrir og mögulegt er. Opna landamærin og svo framvegis. Það mun alveg örugglega þýða í mínum huga að við munum fá íþyngjandi faraldur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ „Svo í þriðja lagi að reyna feti einstigi þarna á milli og spila á þetta með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Býr sig undir þrjár sviðsmyndir Þórólfur sagði stöðuna óljósa varðandi bóluefni. Talað hafi verið um að búast megi við niðurstöðum úr lokarannsóknum á þeim bóluefnum sem hvað lengst eru komin í lok árs. Íslendingar séu búnir að tryggja kaup á nokkuð hundruð þúsund skömmtum og að allir sem vilji ættu því að geta fengið bólusetningu. Hann telur að búa þurfi sig undir þrjár sviðsmyndir. Sú fyrsta og besta sé að bóluefnið virki vel með engum alvarlegum aukaverkunum þannig að hægt verði að uppræta veiruna. Í öðru lagi gæti það gerst að bóluefnið sé ekki öruggt. Því fylgi alvarlegar aukaverkanir, eða sé einfaldlega ekki nógu virkt þannig að einungis 10-20% fái einhverja vernd. „Og þá þurfum við að lifa áfram með veirunni. “ Í þriðja lagi gæti það haft þokkalega vernd, um 50-70%, en ekki sé víst hvort það komi þá í veg fyrir smit eða bara veikindi. „En þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Þórólfur sagði vinnu við að undirbúa forgangslista og mögulega skráningu á aukaverkunum vera að fara af stað. „Þessu fylgir gríðarleg vinna sem við viljum vera tilbúin með ef kallið kemur og við getum fengið gott og gilt bóluefni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Búast má við að allt að fimm prósent þjóðarinnar verði með mótefni gegn kórónuveirunni eftir þessa bylgju. Þetta sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Aðspurður sagði Már þjóðina ekki í mikið betri stöðu eftir þessa bylgju og þá fyrstu hvað hjarðónæmi varðar. „Ef bóluefni kemur, þá verður kannski það virkt og farið að hafa áhrif um mitt næsta ár eða seinni partinn á næsta ári. Ég held hins vegar að raunveruleikinn sé sá að eftir þessa bylgju verði kannski fimm prósent íslensku þjóðarinnar varin, og það er rúmlega áætlað,“ segir Már og bætir við að það þýði að 95% landsmanna verði enn óvarðir. „Þannig annað hvort þarf að hafa mjög harðar aðgerðir í samfélaginu til langs tíma eða að við sættum okkur við það að við verðum í þessari stöðu þar til lýðheilsufræðilegum markmiðum með bólusetningu eða öðru verður náð og veiran er hætt að hrella okkur. Það gæti tekið eitt ár, tvö ár, eða lengur.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagðist á fundinum vona að eftir um tvær vikur yrði staðan orðin þannig að hægt verði að fara slaka á aðgerðum. Nú þurfi einnig að hugsa til lengri tíma. „Um það hvernig við ætlum að haga okkar lífi næstu mánuðina, og þegar og ef bóluefni kemur." Þórólfur segir ekki öruggt að bóluefni reynist nothæft.Vísir/Vilhelm Gæti komið upp að ekkert bóluefni sé nothæft „Sú staða gæti komið upp það væri væri hreinlega ekkert nothæft bóluefni þegar uppi er staðið, og þá þurfum við að hugsa hvernig við ætlum að haga okkar lífi áfram,“ sagði Þórólfur. „Annað hvort ætlum við að hafa mjög íþyngjandi aðgeðrir í gangi, eins og Nýja-Sjáland og fleiri lönd þar sem við þolum ekki að hafa neitt einasta tilfelli í gangi í samfélaginu. Í öðru lagi, á hinum endanum, að opna og hafa eins lítið íþyngjandi aðgeðrir og mögulegt er. Opna landamærin og svo framvegis. Það mun alveg örugglega þýða í mínum huga að við munum fá íþyngjandi faraldur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ „Svo í þriðja lagi að reyna feti einstigi þarna á milli og spila á þetta með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Býr sig undir þrjár sviðsmyndir Þórólfur sagði stöðuna óljósa varðandi bóluefni. Talað hafi verið um að búast megi við niðurstöðum úr lokarannsóknum á þeim bóluefnum sem hvað lengst eru komin í lok árs. Íslendingar séu búnir að tryggja kaup á nokkuð hundruð þúsund skömmtum og að allir sem vilji ættu því að geta fengið bólusetningu. Hann telur að búa þurfi sig undir þrjár sviðsmyndir. Sú fyrsta og besta sé að bóluefnið virki vel með engum alvarlegum aukaverkunum þannig að hægt verði að uppræta veiruna. Í öðru lagi gæti það gerst að bóluefnið sé ekki öruggt. Því fylgi alvarlegar aukaverkanir, eða sé einfaldlega ekki nógu virkt þannig að einungis 10-20% fái einhverja vernd. „Og þá þurfum við að lifa áfram með veirunni. “ Í þriðja lagi gæti það haft þokkalega vernd, um 50-70%, en ekki sé víst hvort það komi þá í veg fyrir smit eða bara veikindi. „En þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Þórólfur sagði vinnu við að undirbúa forgangslista og mögulega skráningu á aukaverkunum vera að fara af stað. „Þessu fylgir gríðarleg vinna sem við viljum vera tilbúin með ef kallið kemur og við getum fengið gott og gilt bóluefni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira