Snælduvitlaust rok og ísing á Langadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 16:34 Hópferðabíll út af veginum á Fagradal í dag. Landsbjörg Nokkrir bílar lentu í hrakningum vegna mikillar veðurhæðar, ofankomu og hálku á Fagradal um hádegisbil. Um klukkan hálftólf var aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar á Austurlandi virkjuð af þessum sökum og björgunarsveitarmenn kallaðir út til að hjálpa fólkinu. Bílar fóru út af veginum á vegarkaflanum á milli Eyvindarárdal að norðanverðu og Grænafells að sunnan. Óttast var um vegfarendur í ökutækjum sínum er höfðu endað utan vegar að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Ein bifreiðanna var hópbifreið. Björgunarsveitir voru kallaðar til frá Egilsstöðum, Reyðarfirði og Norðfirði auk þess sem lögregla og sjúkralið fóru til aðstoðar. Þá var starfsmaður Vegagerðar við vinnu á Fagradal þegar veðrið skall á og veitti aðstoð. Þakplötur fuku í dag og komu björgunarsveitarmenn frá Ársól á Reyðarfirði til bjargar.Landsbjörg Nokkurn tíma tók að komast að þeim sem lent höfðu í hrakningum en tókst að lokum. Einn vegfarandi varð fyrir minniháttar meiðslum af alls sjö er þurftu aðstoðar við. Sá slasaði fékk aðhlynningu á heilsugæslustöð Reyðarfjarðar. Aðgerðum lauk um klukkan eitt á hádegi. Í orðsendingu frá Landsbjörg er veðuraðstæðum lýst nánar. Um hálf tólf hafi veðriðversnað skyndilega og skollið á vonskuveður með snælduvitlausu roki og ísingu á veginum, vindurinn hafi á köflum farið upp í 50 m/s. Þessi bátur vaggaði og velti á landi.Landsbjörg „Veginum var fljótlega lokað þegar hátt í 10 ökumenn höfðu lent í vandræðum og fest bíla sína eða lent út af veginum, einn bíll valt en slys á fólki voru minniháttar. Kyrrstæðir bílar færðust hreinlega til á veginum vindurinn var það mikill og lítið sem ekkert skyggni gerði aðstæður erfiðari en ella,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. „Á sama tíma fór björgunarsveit og aðstoða fólk í bíl á Öxi sem var í vandræðum vegna lélegs færis og skyggnis, þeim var fylgt niður af fjallveginum. Klukkan 13:27 barst svo beiðni um aðstoð björgunarsveitar á Seyðisfirði, þar voru lausamunir farnir að fjúka ásamt því sem þakklæðning á einu húsi hafði losnað. Björgunarsveitarfólk sinnti þeim verkefnum og þurfti einnig að koma böndum á bát sem hafði losnað frá bryggju.“ Íbúar eru sem fyrr hvattir til að fylgjast vel með veðurspá sem er slæm allt fram á fimmtudag. Nokkuð hefur verið um foktjón í dag á Djúpavogi, Seyðisfirði og Reyðarfirði og björgunarsveitir að störfum. Mikilvægt sé að íbúar tryggi lausamuni meðan veður gengur yfir og sýni varkárni. Óveður á Fagradal Rétt fyrir klukkan hálf tólf var aðgerðastjórn Almannavarnanefndar á Austurlandi virkjuð vegna...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Tuesday, November 3, 2020 Slysavarnarfélagið Landsbjörg sendi frá sér tilkynningu í framhaldi af tilkynningu lögreglu. Hana má sjá í heild að neðan. Björgunarsveitir á austurlandi hafa haft í nógu að snúast frá því rétt fyrir hádegi í dag. Verkefni dagsins byrjuðu að berast þegar óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila klukkan 11:22 vegna ökumanna bifreiða sem voru í vandræðum á Fagradal, milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Veður hafði versnað skyndilega og skollið á vonskuveður með snælduvitlausu roki og ísingu á veginum, vindurinn fór á köflum upp í 50 m/s. Veginum var fljótlega lokað þegar hátt í 10 ökumenn höfðu lent í vandræðum og fest bíla sína eða lent út af veginum, einn bíll valt en slys á fólki voru minniháttar. Kyrrstæðir bílar færðust hreinlega til á veginum vindurinn var það mikill og lítið sem ekkert skyggni gerði aðstæður erfiðari en ella. Fjöldi viðbragðsaðila tók þátt í þessum verkefnum frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum og björgunarsveitum beggja vegna Fagradals. Um klukkan 13 var aðgerðum að mestu lokið og búið var að ganga úr skugga um að ekki væri fleira fólk í vanda á Fagradal, bílar voru skildir eftir og fólki komið til byggða. Á sama tíma fór björgunarsveit og aðstoða fólk í bíl á Öxi sem var í vandræðum vegna lélegs færis og skyggnis, þeim var fylgt niður af fjallveginum. Klukkan 13:27 barst svo beiðni um aðstoð björgunarsveitar á Seyðisfirði, þar voru lausamunir farnir að fjúka ásamt því sem þakklæðning á einu húsi hafði losnað. Björgunarsveitarfólk sinnti þeim verkefnum og þurfti einnig að koma böndum á bát sem hafði losnað frá bryggju. Þegar síðasti hópurinn sem verið hafði á Fagradal var á leið niður til Reyðarfjarðar klukkan 14:30 bárust tilkynningar um fok á lausamunum í bænum. Tré hafði rifnað upp með rótum og brotið glugga ásamt því að lausamunir höfðu tekið að fjúka á nokkrum stöðum. Björgunarsveitarfólk fór einnig rúnt um bæinn og gekk úr skugga um að ekki væri fleiri hlutir að fjúka. Engar tilkynningar bárumst um fok á trampolínum og eru björgunarsveitir á austurlandi í viðbragðsstöðu á meðan veðrið gengur yfir. Múlaþing Björgunarsveitir Veður Samgöngur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Nokkrir bílar lentu í hrakningum vegna mikillar veðurhæðar, ofankomu og hálku á Fagradal um hádegisbil. Um klukkan hálftólf var aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar á Austurlandi virkjuð af þessum sökum og björgunarsveitarmenn kallaðir út til að hjálpa fólkinu. Bílar fóru út af veginum á vegarkaflanum á milli Eyvindarárdal að norðanverðu og Grænafells að sunnan. Óttast var um vegfarendur í ökutækjum sínum er höfðu endað utan vegar að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Ein bifreiðanna var hópbifreið. Björgunarsveitir voru kallaðar til frá Egilsstöðum, Reyðarfirði og Norðfirði auk þess sem lögregla og sjúkralið fóru til aðstoðar. Þá var starfsmaður Vegagerðar við vinnu á Fagradal þegar veðrið skall á og veitti aðstoð. Þakplötur fuku í dag og komu björgunarsveitarmenn frá Ársól á Reyðarfirði til bjargar.Landsbjörg Nokkurn tíma tók að komast að þeim sem lent höfðu í hrakningum en tókst að lokum. Einn vegfarandi varð fyrir minniháttar meiðslum af alls sjö er þurftu aðstoðar við. Sá slasaði fékk aðhlynningu á heilsugæslustöð Reyðarfjarðar. Aðgerðum lauk um klukkan eitt á hádegi. Í orðsendingu frá Landsbjörg er veðuraðstæðum lýst nánar. Um hálf tólf hafi veðriðversnað skyndilega og skollið á vonskuveður með snælduvitlausu roki og ísingu á veginum, vindurinn hafi á köflum farið upp í 50 m/s. Þessi bátur vaggaði og velti á landi.Landsbjörg „Veginum var fljótlega lokað þegar hátt í 10 ökumenn höfðu lent í vandræðum og fest bíla sína eða lent út af veginum, einn bíll valt en slys á fólki voru minniháttar. Kyrrstæðir bílar færðust hreinlega til á veginum vindurinn var það mikill og lítið sem ekkert skyggni gerði aðstæður erfiðari en ella,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. „Á sama tíma fór björgunarsveit og aðstoða fólk í bíl á Öxi sem var í vandræðum vegna lélegs færis og skyggnis, þeim var fylgt niður af fjallveginum. Klukkan 13:27 barst svo beiðni um aðstoð björgunarsveitar á Seyðisfirði, þar voru lausamunir farnir að fjúka ásamt því sem þakklæðning á einu húsi hafði losnað. Björgunarsveitarfólk sinnti þeim verkefnum og þurfti einnig að koma böndum á bát sem hafði losnað frá bryggju.“ Íbúar eru sem fyrr hvattir til að fylgjast vel með veðurspá sem er slæm allt fram á fimmtudag. Nokkuð hefur verið um foktjón í dag á Djúpavogi, Seyðisfirði og Reyðarfirði og björgunarsveitir að störfum. Mikilvægt sé að íbúar tryggi lausamuni meðan veður gengur yfir og sýni varkárni. Óveður á Fagradal Rétt fyrir klukkan hálf tólf var aðgerðastjórn Almannavarnanefndar á Austurlandi virkjuð vegna...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Tuesday, November 3, 2020 Slysavarnarfélagið Landsbjörg sendi frá sér tilkynningu í framhaldi af tilkynningu lögreglu. Hana má sjá í heild að neðan. Björgunarsveitir á austurlandi hafa haft í nógu að snúast frá því rétt fyrir hádegi í dag. Verkefni dagsins byrjuðu að berast þegar óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila klukkan 11:22 vegna ökumanna bifreiða sem voru í vandræðum á Fagradal, milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Veður hafði versnað skyndilega og skollið á vonskuveður með snælduvitlausu roki og ísingu á veginum, vindurinn fór á köflum upp í 50 m/s. Veginum var fljótlega lokað þegar hátt í 10 ökumenn höfðu lent í vandræðum og fest bíla sína eða lent út af veginum, einn bíll valt en slys á fólki voru minniháttar. Kyrrstæðir bílar færðust hreinlega til á veginum vindurinn var það mikill og lítið sem ekkert skyggni gerði aðstæður erfiðari en ella. Fjöldi viðbragðsaðila tók þátt í þessum verkefnum frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum og björgunarsveitum beggja vegna Fagradals. Um klukkan 13 var aðgerðum að mestu lokið og búið var að ganga úr skugga um að ekki væri fleira fólk í vanda á Fagradal, bílar voru skildir eftir og fólki komið til byggða. Á sama tíma fór björgunarsveit og aðstoða fólk í bíl á Öxi sem var í vandræðum vegna lélegs færis og skyggnis, þeim var fylgt niður af fjallveginum. Klukkan 13:27 barst svo beiðni um aðstoð björgunarsveitar á Seyðisfirði, þar voru lausamunir farnir að fjúka ásamt því sem þakklæðning á einu húsi hafði losnað. Björgunarsveitarfólk sinnti þeim verkefnum og þurfti einnig að koma böndum á bát sem hafði losnað frá bryggju. Þegar síðasti hópurinn sem verið hafði á Fagradal var á leið niður til Reyðarfjarðar klukkan 14:30 bárust tilkynningar um fok á lausamunum í bænum. Tré hafði rifnað upp með rótum og brotið glugga ásamt því að lausamunir höfðu tekið að fjúka á nokkrum stöðum. Björgunarsveitarfólk fór einnig rúnt um bæinn og gekk úr skugga um að ekki væri fleiri hlutir að fjúka. Engar tilkynningar bárumst um fok á trampolínum og eru björgunarsveitir á austurlandi í viðbragðsstöðu á meðan veðrið gengur yfir.
Björgunarsveitir á austurlandi hafa haft í nógu að snúast frá því rétt fyrir hádegi í dag. Verkefni dagsins byrjuðu að berast þegar óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila klukkan 11:22 vegna ökumanna bifreiða sem voru í vandræðum á Fagradal, milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Veður hafði versnað skyndilega og skollið á vonskuveður með snælduvitlausu roki og ísingu á veginum, vindurinn fór á köflum upp í 50 m/s. Veginum var fljótlega lokað þegar hátt í 10 ökumenn höfðu lent í vandræðum og fest bíla sína eða lent út af veginum, einn bíll valt en slys á fólki voru minniháttar. Kyrrstæðir bílar færðust hreinlega til á veginum vindurinn var það mikill og lítið sem ekkert skyggni gerði aðstæður erfiðari en ella. Fjöldi viðbragðsaðila tók þátt í þessum verkefnum frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum og björgunarsveitum beggja vegna Fagradals. Um klukkan 13 var aðgerðum að mestu lokið og búið var að ganga úr skugga um að ekki væri fleira fólk í vanda á Fagradal, bílar voru skildir eftir og fólki komið til byggða. Á sama tíma fór björgunarsveit og aðstoða fólk í bíl á Öxi sem var í vandræðum vegna lélegs færis og skyggnis, þeim var fylgt niður af fjallveginum. Klukkan 13:27 barst svo beiðni um aðstoð björgunarsveitar á Seyðisfirði, þar voru lausamunir farnir að fjúka ásamt því sem þakklæðning á einu húsi hafði losnað. Björgunarsveitarfólk sinnti þeim verkefnum og þurfti einnig að koma böndum á bát sem hafði losnað frá bryggju. Þegar síðasti hópurinn sem verið hafði á Fagradal var á leið niður til Reyðarfjarðar klukkan 14:30 bárust tilkynningar um fok á lausamunum í bænum. Tré hafði rifnað upp með rótum og brotið glugga ásamt því að lausamunir höfðu tekið að fjúka á nokkrum stöðum. Björgunarsveitarfólk fór einnig rúnt um bæinn og gekk úr skugga um að ekki væri fleiri hlutir að fjúka. Engar tilkynningar bárumst um fok á trampolínum og eru björgunarsveitir á austurlandi í viðbragðsstöðu á meðan veðrið gengur yfir.
Múlaþing Björgunarsveitir Veður Samgöngur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira