Fyrsta vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. nóvember 2020 11:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær. Almannavarnir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira