Víðir harðorður vegna framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana: „Þetta er svo mikið kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 11:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi fyrr í haust. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira