Innlent

Eftirför í Mosfellsbæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt.
Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar veittu manni eftirför þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi í tíunda tímanum í gærkvöldi. Þó nokkur viðbúnaður var vegna eftirfararinnar og segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið eltur í gegnum Mosfellsbæ en hann hafi stöðvað við N1 við Vesturlandsveg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var naglamottu beitt til að stöðva för mannsins.

Hann gistir nú fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Lögreglunni barst í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás í Kópavogi. Tveir voru handteknir á vettvangi. Annar þeirra fyrir líkamsárásina og hinn fyrir vörslu fíkniefna. Einn var fluttur á slysadeild. Önnur líkamsárás varð ímiðbænum í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa

Í dagbók lögreglu segir að á sjötta tímanum í gær hafi borist tilkynning um einstakling sem var sofandi ölvunarsvefni í bakgarði húss. Honum var vísað á brott. Þá var einn handtekinn í Hlíðunum fyrir að brjóta rúðu í heimahúsi.

Þá bárust þrjár tilkynningar um innbrot í fyrirtæki í gærkvöldi og í nótt.

Lögreglunni bárust einnig nokkrar tilkynningar um umferðarslys í gærkvöldi og í nótt. Í minnst tveimur tilvikum voru bílar óökufærir vegna slysa en ekki er vitað til þess að einhver hafi slasast alvarlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×