Innlent

Grímu­skylda í Strætó hert

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Farþegar Strætó, fæddir fyrir árið 2015, eiga að vera með grímu.
Farþegar Strætó, fæddir fyrir árið 2015, eiga að vera með grímu. Vísir/Vilhelm

Grímuskylda fyrir öll fædd fyrir árið 2015 tekur gildi í Strætó á morgun, samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum sem tilkynnt var um í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs. nú í kvöld.

Áður hafði verið grímuskylda fyrir farþega fædda fyrir árið 2005. Í tilkynningu Strætó kemur fram að viðskiptavinir séu sjálfir ábyrgir fyrir því að útvega sér andlitsgrímur. Þær skuli hylja nef og munn. Þá er vísað til leiðbeininga landlæknis um andlistgrímur.

Eins eru viðskiptavinir hvattir til þess að nota Strætó-appið eða Strætókort til að greiða fyrir þjónustu.

„Við minnum alla [á] að huga að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með Strætó ef þeir eru með flensueinkenni,“ segir einnig í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.