Innlent

Blaðamannafundurinn verður klukkan 13

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fyrri blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í tengslum við kórónuveiruna.
Frá fyrri blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í tengslum við kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm

Aðgerðir heilbrigðisráðherra verða kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar með fulltrúum þríeykisins klukkan 13 í Silfurbergi í Hörpu. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, staðfestir tímasetninguna við fréttastofu.

Von er á að tilkynnt verði á fundinum um hertar aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirunnar.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi en fylgst er með nýjustu tíðindum í allan dag í Vaktinni á Vísi.

Ríkisstjórnin hefur verið á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun sem hófst klukkan níu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði sínum tillögum um aðgerðir hér á landi í minnisblaði í gær. 

Hann hefur talað fyrir hertum aðgerðum, bæði innanlands og á landamærum. 

Tilkynningu vegna fundarins, sem brast klukkan 11:38, má sjá að neðan.

Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar í Hörpu í dag, föstudaginn 30. október kl. 13.00.

Fundurinn verður í Silfurbergi og er 20 manna hámark. Hægt verður að fylgjast með útsendingu á ruv.is og visir.is á meðan á fundinum stendur.

Boðið verður upp á spurningar úr sal og viðtöl að loknum fundi en fjölmiðlar eru beðnir um að hafa eins fáa í salnum og mögulegt er.

Minnt er á sóttvarnaráðstafanir og fjarlægðarmörk og er fjölmiðlafólk vinsamlegast beðið um að bera andlitsgrímu.

Reykjavík, 30. október 2020.


Tengdar fréttir

75 nemendur í Reykjavík smitaðir

Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna.

Alls greindust 75 innan­lands í gær

Alls greindust 75 með kórónuveiruna innan­lands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu.

Vaktin: Hertar aðgerðir boðaðar í dag

Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag. Boðað hefur verið að aðgerðirnar verði hertar frá því sem nú er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×