Lífið

Ari og Gyða selja 330 fermetra einbýlishús í Garðabænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari og Gyða hafa komið sér vel fyrir í Garðabænum.
Ari og Gyða hafa komið sér vel fyrir í Garðabænum.

Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar og Gyða Dan Johansen hafa sett einbýlishús sitt við Einilund í Garðabæ á sölu.

Um er að ræða tæplega 330 fermetra hús á tveimur hæðum í klassískum stíl. Húsið var teiknað af Jens Einari Þorsteinssyni en það stendur á 1250 fermetra lóð.

Í húsinu eru alls sjö svefnherbergi, þrjú baðherbergi og tvöfaldur bílskúr.

Húsið var byggt árið 1975 og er fasteignamat eignarinnar 107 milljónir en þau hjónin óska eftir tilboði.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Sérstaklega smekklegt hús.
Hugguleg setustofa.
Stórt og bjart eldhús.
Gengið út í garð úr eldhúsinu.
Ekki amalegt að slaka á þarna á góðum sumardegi.
Einstaklega fallegt baðherbergi.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.