Innlent

Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að leita mannsins.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að leita mannsins.

Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina.

Samkvæmt Facebook-færslu Lögreglunnar á Suðurlandi boðaði lögreglan allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi til að leita að manninum.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að útkall vegna leitarinnar hafi borist klukkan átta, en ákveðið hafi verið að bæta í leitina eftir því sem leið á kvöldið.

Því séu um tíu hópar björgunarsveitamanna að störfum við leitina, fótgangandi um leitarsvæðið auk þess sem að drónar eru nýttir við leitina. Þá er von á sporhundum með þyrlu Landhelgisgæslunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.