Lífið

Gerðu upp stóra Messi málið: „Vissi ekki að ég ætti að tala við hann eins og aumingja“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes fékk loksins að ræða þetta stóra Messi mál við Eddu Sif.
Hannes fékk loksins að ræða þetta stóra Messi mál við Eddu Sif.

Hannes Þór Halldórsson og Edda Sif Pálsdóttir mættust í Kviss síðastliðin laugardagskvöld.

Hannes fyrir hönd Vals og Edda í liði ÍBV. Hannes Þór Halldórsson er án efa þekktastur fyrir það að standa í marki íslenska landsliðsins í knattspyrnu og kom hápunkturinn hans á ferlinum á HM í Rússlandi árið 2018.

Þá varði Hannes vítaspyrnu frá Lionel Messi sem er líklega besti knattspyrnumaður sögunnar.

Edda Sif ræddi einmitt við Hannes eftir leikinn á RÚV og var hún á því að vítaspyrna Messi hafi kannski ekki verið upp á marga fiska. Umrædd spurning vakti hörð viðbrögð hér á landi og vildi sumir meina að Edda hafi með spurningunni gert lítið úr Hannesi.

Hún svaraði þessu svona í Kviss á laugardaginn. „Mér fannst ég vera sýna honum virðingu og talaði bara við hann eins og ég myndi tala við Buffon. Hann var mættur á HM í fótbolta og ég vissi ekki að ég ætti að tala við hann eins og aumingja.“

Hér að neðan má sjá atriðið úr Kviss.

Klippa: Gerðu upp stóra Messi málið: Vissi ekki að ég ætti að tala við hann eins og aumingjaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.