Innlent

63 ára ákærður fyrir að þukla á átján ára stúlku á Þjóðhátíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal.
Frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Vísir/Sigurjón

63 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa laugardagskvöldið 4. ágúst 2018 strokið kynfæri stúlku utan klæða. Stúlkan sem þá var átján ára gat litla mótspyrnu veitt sökum ölvunar.

Málið er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í ákærunni kemur fram að meint brot átti sér stað á hringtorginu í Herjólfsdal. Farið er fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar sem er tvítug í dag.

Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi sjálf frá brotinu í færslu sunnudaginn 5. ágúst 2018.

„[Maðurinn] áreitti unga konu á bílastæði í dalnum kynferðislega með því að þukla á henni. Vitni voru að atvikinu og var hinn grunaði handtekinn. Ekki liggur fyrir kæra í málinu,“ sagði í færslu lögreglunnar. Stúlkan kærði hins vegar atvikið til lögreglu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu á ákærði ekki sakaferil að baki. Gæslumenn í Herjólfsdal höfðu hins vegar haft augu með ákærða í dalnum og gengu fram á hann liggjandi yfir stúlkunni á hringtorginu.

Brot mannsins varða 199. grein almennra hegningarlaga. Hámarksrefsing við brotinu nemur fangelsi allt að tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×