„Þurfum að læra að slaka aðeins á“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2020 14:29 Jóhanna að gefa út heilsubók sjö ár eftir að sú fyrri kom út. Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna. Heilsa Þýskaland Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Fyrrum sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir er búsett í Þýskalandi og segir himinn og haf á milli þess hvernig Þjóðverjar og Íslendingar hugsa. Jóhanna er nýbúin að gefa út sína aðra bók, Heilsubók Jóhönnu og ræddi Sindri Sindrason við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Heilsan á alfarið hug Jóhönnu. „Þetta hefuð verið einskonar ástríða hjá mér og líka bara að horfa upp á alla þessa lífstílssjúkdóma í vexti, taugaraskanir, krabbamein, astma, ofnæmi og hvað sem þú vilt kalla það,“ segir Jóhanna. „Það er alveg ljóst að umhverfið hjá okkur hefur breyst, ekki genin okkar á þessum stutta tíma. Það hefur verið ástríðan mín að hjálpa líkamanum að vera þessi frábæri læknir sem hann auðvitað er. Við erum með fullkomið kerfi til að vilhalda honum og halda honum heilbrigðum, en af hverju erum við öll meira og minna veik og förum svo á lyf til að bæla einkennin.“ Hún segir að hennar draumur sé að við byggjum upp alvöru heilbrigðiskerfi. „Þetta er ekkert heilbrigðiskerfi sem við erum með. Þó að það hafi ofboðslega margt breyst erum við enn að taka við sjúku fólki og reyna að bæla niður einkennin. Í einhverjum tilfellum að lækna það, en í flestum tilfellum erum við að bæla niður einkennin. Að hugsa sér allan peninginn sem fer í þetta kerfi og lyfjanotkun. Bara ef við gætum gert meira í því að styðja fólk virkilega í því að halda heilbrigði og styrkja ónæmiskerfið. Við vitum í dag hvað maturinn hefur mikil áhrif, við vitum hvað svefninn hefur mikil áhrif og við vitum hvað hreyfingin hefur mikil áhrif,“ segir Jóhann sem gaf fyrst út heilsubók fyrir sjö ár sem fjallaði um mat og heilsu. Nú fjallar þessi bók um umhverfið og hvað við erum búin að setja út í umhverfið í náttúrunni. Búum til nýja vana „Við erum hluti og náttúrunni og það hefur því áhrif á okkur í leiðinni. Við getum dregið úr magni þessara efna en getum því miður ekki alfarið forðast þau. Þessi efni finnast í blóði og fituvef okkar allra. Þetta snýst um að búa til nýja vana og tenginguna við okkur sjálf og gefa okkur tíma.“ Hún segist finna gríðarlegan mun á Þjóðverjum og Íslendingum. „Þar er allt í meiri ró. Það er ekki svona þessi hraði en þetta er líka okkar karakter líka en við þurfum að læra að slaka aðeins á. Ég bý í sveit í litlu þorpi og ég er alveg komin út úr þessu. Ég kem stundum hingað heim og þetta er bara svo yfirþyrmandi. Maður venst þessu en svo kemur að því að fólk brennur út og getur ekki meir,“ segir Jóhanna en bætir við að Íslendingar séu harðduglegt fólk og þetta geti einnig verið kostur. „Þjóðverjar geta líka lært margt af okkur en stressið og streitan hér er rosalega mikið. Mér finnst alltaf yndislegt að koma hingað,“ segir Jóhanna.
Heilsa Þýskaland Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira