Lífið

Stjörnulífið: Afmæli, rómantík og dress ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf eitthvað að gerast á þessum fordæmalausu tímum. 
Alltaf eitthvað að gerast á þessum fordæmalausu tímum. 

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Rúrik Gíslason sleppir varla höndinni af gítarnum þessa dagana. Knattspyrnukappinn virðist ætla sér stóra hluti í tónlistinni og birti myndband af sér við æfingar í hljóðveri í um helgina.

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er einstök keppniskona og svo mögnuð að yfirmenn CrossFit leikanna ákváðu að verðlauna hana sérstaklega fyrir það að loknum heimsleikunum í CrossFit í nótt.

Dave Castro, yfirmaður íþróttamála hjá CrossFit, tilkynnti það á Instagram síðu sinni í nótt að Katrín Tanja Davíðsdóttir hefði fengið sérstök aukaverðlaun fyrir frammistöðu sína um helgina.

Hún birti þessa mynd sjálf á Instagram. 

Samfélagsmiðlastjarnan Anna Lára Orlowska hélt upp á 26 ára afmælið sitt um helgina og það með stæl. Anna var krýnd ungfrú Ísland árið 2016.  Hún lét veiruna ekki stoppa afmælisboðið.

Miss Universe Iceland keppnin fór fram á föstudagskvöldið og var Elísabet Hulda Snorradóttir krýnd Miss Universe Iceland en keppnin var með öðru sniði í ár. Manuela Ósk Harðardóttir er framkvæmdarstjóri keppninnar og er hún þakklát fyrir stuðninginn.

Elísabet Hulda er heldur þakklát fyrir stuðninginn í keppninni. 

Birta Abiba Þórhallsdóttir varð að afhenda Huldu kórónuna en hún vann keppnina á síðasta ári.

View this post on Instagram

Be the woman you needed as a girl, echoes in my mind as I think of the first pageant I ever saw. I remember not seeing myself in the crowd of the beautiful women competing and how that lit a spark in me, and even though I didn’t truly know what it meant at the time, I learned. I wanted to be the representation I never had and with this title being able to hear stories, speak to and speak up for other boys and girls just like me as I represented my country, has been one of the greatest honours of my life. As I take my final steps as your @missuniverseiceland , the words still echo in my mind and heart that like all other strong women I will strive to be what I needed as a girl. • • #missuniverseiceland #missuniverseiceland2019 #missuniverse

A post shared by Birdie (@birta.abiba) on

 Og eins og vanalega var Eva Ruza kynnir kvöldsins. 

Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Páll Reynisson eignuðust sitt annað barn um helgina þegar drengur kom í heiminn. „Elsku litli unginn okkar kom í heiminn í gærmorgun, 23.10.20 eftir 41 vikna meðgöngu. 13,5 merkur og 51 cm af hreinni fullkomnun og við getum ekki hætt að stara á þennan draumaprins. Kolbrún Annan mín er stoltasta stóra systir í heimi,“ skrifar Fanney á Instagram. 

 Svala Björgvinsdóttir virðist vera yfirsig ástfangin. 

View this post on Instagram

Friday love 💕

A post shared by SVALA (@svalakali) on

Söngkonan Jóhanna Guðrún skemmti sér heldur betur vel á sunnudegi. 

View this post on Instagram

Sunday 💗

A post shared by Yohanna - Jóhanna Guðrún (@yohannamusic) on

 María Birta skellti sér í göngu í Zion þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. „Einn fallegasti staður sem ég hef komið á.  Fjöllin svo falleg og litirnir out of this world.  Ég er að reyna að nýta tímann í covid og skoða náttúruna í kringum Vegas, það er alveg endalaust hægt að skoða í aðeins 1-3 klst fjarlægð. Það styttist í að ég geti farið aftur á svið og þá fæ ég líklegast ekkert frí í langan tíma svo það er um að gera að nýta tímann,“ skrifar María. 

Stórsöngvarinn Friðrik Ómar hélt ekkert sérstaklega upp á fyrsta vetrardaginn. Hann er staddur á Akureyri og þar kemur enginn vetur að hans sögn. 

„Fyrsti vetrardagur haldin hátíðlegur víða. Ekki á Akureyri samt. Ennþá sumar og sæla hér krakkar! Ekki velkomin.“

Herra Hnetusmjör birtir skemmtilega mynd af sér og syni sínum. 

View this post on Instagram

Like father like son the era

A post shared by Herra Hnetusmjör (@herrahnetusmjor) on

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, fagnaði afmæli dóttur sinnar, Helenu Wessman um helgina og birti fallega mynd af þeim feðginum. 

Nýr galli kominn á Gagnamagnsgengið.

Eva Laufey Kjaran birti mynd af sér í dressi ársins. „Hæ outfit of the year! Hvernig fer ég að þessu? Það er góð spurning sem enginn getur svarað,“ skrifar hún með myndinni.

Linda Pé dreymir um að komast aftur til Kaliforníu. 

Hjónin Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason fóru í rómantíska hjónaferð út á land um helgina. Næturpössun og allur pakkinn. 

View this post on Instagram

Má maður aðeins eða?

A post shared by 🔸S A L K A 🔸 S Ó L 🔸 (@salkaeyfeld) on

Logi Bergmann Eiðsson náði fallegri mynd af norðurljósum úti á Seltjarnarnesi.

Stjörnulögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson og knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson skelltu sér út að borða saman í Napolí. Vilhjálmur er mikið þar í borg og fór greinilega vel á þeim saman. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.