Vill virkja eineltisráð betur og auka sýnileika þess Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 06:35 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, vill leggja aukna áherslu á eineltismál innan ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, menntamálráðherra, ætlar að leggja aukna áherslu á eineltismál innan menntamálaráðuneytisins og virkja eineltisráð betur. Þá sé hún sem menntamálaráðherra ósátt við að barn þurfi að hætta í skólanum sínum vegna eineltis. Einelti sé mikil meinsemd og geti haft langtímaáhrif á framtíð fólks. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við ráðherra. Umræða um eineltismál hefur verið mikil undanfarna daga eftir að Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir drengs í 6. bekk í Sjálandsskóla, lýsti alvarlegu einelti sem sonur hennar varð fyrir í skólanum. Sigríður brá á það ráð að taka son sinn úr Sjálandsskóla. Fram kemur í Morgunblaðinu að Lilja hafi sett sig í samband við Sigríði. Þá hafi hún einnig rætt við forráðamenn í Sjálandsskóla. Auk þess að virkja betur fagráð eineltismála verður farið í aðgerðir í samvinnu við Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í málaflokknum. Hlutverk eineltisráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með leiðbeiningum, ráðgjöf og upplýsingagjöf. Þá er hægt að vísa málum þangað ef ekki tekst að leysa eineltismál á fullnægjandi hátt innan skólans eða sveitarfélagsins, eða vegna meints aðgerðarleysis sömu aðila. Eineltisráðið kom ekki að fyrrnefndu máli í Sjálandsskóla. Lilja segir að auka þurfi sýnileika ráðsins og kynna það betur. Til standi að gera það. „Ég vil að við getum styrkt kerfið okkar þannig að þessi mál fari í betri farveg. Við höfum sett á fót fagráð eineltismála inni í menntamálastofnun og þegar málin eru komin í öngstræti þá þarf fagráðið að koma að málinu. Mig langar að þróa þennan feril betur í samvinnu við skólasamfélagið og við foreldrasamfélagið,“ segir Lilja í Morgunblaðinu í dag. Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálráðherra, ætlar að leggja aukna áherslu á eineltismál innan menntamálaráðuneytisins og virkja eineltisráð betur. Þá sé hún sem menntamálaráðherra ósátt við að barn þurfi að hætta í skólanum sínum vegna eineltis. Einelti sé mikil meinsemd og geti haft langtímaáhrif á framtíð fólks. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við ráðherra. Umræða um eineltismál hefur verið mikil undanfarna daga eftir að Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir drengs í 6. bekk í Sjálandsskóla, lýsti alvarlegu einelti sem sonur hennar varð fyrir í skólanum. Sigríður brá á það ráð að taka son sinn úr Sjálandsskóla. Fram kemur í Morgunblaðinu að Lilja hafi sett sig í samband við Sigríði. Þá hafi hún einnig rætt við forráðamenn í Sjálandsskóla. Auk þess að virkja betur fagráð eineltismála verður farið í aðgerðir í samvinnu við Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í málaflokknum. Hlutverk eineltisráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með leiðbeiningum, ráðgjöf og upplýsingagjöf. Þá er hægt að vísa málum þangað ef ekki tekst að leysa eineltismál á fullnægjandi hátt innan skólans eða sveitarfélagsins, eða vegna meints aðgerðarleysis sömu aðila. Eineltisráðið kom ekki að fyrrnefndu máli í Sjálandsskóla. Lilja segir að auka þurfi sýnileika ráðsins og kynna það betur. Til standi að gera það. „Ég vil að við getum styrkt kerfið okkar þannig að þessi mál fari í betri farveg. Við höfum sett á fót fagráð eineltismála inni í menntamálastofnun og þegar málin eru komin í öngstræti þá þarf fagráðið að koma að málinu. Mig langar að þróa þennan feril betur í samvinnu við skólasamfélagið og við foreldrasamfélagið,“ segir Lilja í Morgunblaðinu í dag.
Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira