Hjúkrunarfræðinemum hópað saman í próf þrátt fyrir neyðarstig: „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 20:59 Rakel Sif Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári. Hún segir það afar óábyrt af hjúkrunarfræðideild að hópa saman nemendum í fyrramálið vegna prófs og minnir á að flestir vinni þeir á Landspítalanum sem er kominn á neyðarstig vegna faraldurs kórónuveirunnar. AÐSEND Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira